510-4800

Laugarvegur 26,

101 Reykjavík

Hvað er Fermata?

Fermata er tónfræðilegt tákn, sem segir að lengja skuli nótu eða þögn sem táknið stendur við. Hve mikið skal lengja er undir stjórnanda eða listamanninum komið.

Fermata vistvæn verslun býður upp á ýmsar nauðsynjavörur til heimilisins, matvöru og persónulegu hreinlæti. Einnig býður verslunin upp á sérvaldar gjafavörur og bækur sem styðja við þessa hugsun.
Fermata vistvæn verslun býður vörur í vistvænum umbúðum, plastlausar eða plastlitlar og einnig í áfyllingu. Þegar fólk færir sig yfir í vistvænni lífstíl og vistvæn innkaup, þarf það oft að hugsa sig um, taka skref aftur á bak og hugsa hlutina upp á nýtt. Þar kemur tengingin við tónfræðilega táknið, enda undir hverjum og einum komið hversu langan tíma viðkomandi þarf til að breyta sínum venjum.

Hafa Samband

Laugavegur 26,
101 Reykjavík

S: 510-4800
E: fermata@fermata.is

Opnunartímar

Mánudag – Föstudag
11:00 / 18:00

Laugardag – Sunnudag
12:00 / 16:00

Sendu á okkur

Um okkur

Vistvæn verslun

Síðustu ár höfum við verið að færa okkur yfir í vistvænni og plastminni lífstíl. Við höfum lagt áherslu á að setja okkur fá afmörkuð markmið og náð þeim áður en við setjum okkur ný. Sum hafa mistekist og höfum við þá reynt að finna aðrar lausnir. Okkur hefur þó fundist vera skortur á hversdagsvöru og matvöru sem upfylla þessi skilyrði og létum við því verða af því að opna þessa verslum, sem verðum með áhersluna á hversdagsvörur og vörur sem tilheyra hringrásarhagkerfinu.