510-4800

Laugarvegur 26,

101 Reykjavík

Staðsetning:

Laugavegi 26  101  Reykjavík,  aðgengi eftir húsasundi frá Laugavegi 26 og Grettisgötumegin þar sem eru næg bílastæði

Opið:

Virkir dagar 11 – 18/ helgar 12 – 17

(Fermata fylgir einnig lengdum opnunartímum miðborgarinnar þegar það á við)

1. Vigta

2. Fylla

3. Vigta

4. borga

Hvað er Fermata?

Fermata er tónfræðilegt tákn, sem segir að lengja skuli nótu eða þögn sem táknið stendur við. Hve mikið skal lengja er undir stjórnanda eða listamanninum komið.

Fermata vistvæn verslun býður upp á ýmsar nauðsynjavörur til heimilisins, matvöru og persónulegu hreinlæti. Einnig býður verslunin upp á sérvaldar gjafavörur og bækur sem styðja við þessa hugsun.
Fermata vistvæn verslun býður vörur í vistvænum umbúðum, plastlausar eða plastlitlar og einnig í áfyllingu. Þegar fólk færir sig yfir í vistvænni lífstíl og vistvæn innkaup, þarf það oft að hugsa sig um, taka skref aftur á bak og hugsa hlutina upp á nýtt. Þar kemur tengingin við tónfræðilega táknið, enda undir hverjum og einum komið hversu langan tíma viðkomandi þarf til að breyta sínum venjum.